UM NÁMSKEIÐIÐ
Það sem þið þurfið að vita
Fæðingafræðslan er haldin á Zoom. Í gegnum Covid hefur það reynst mjög vel, fólk er heima í sínu umhverfi í þæginlegum sætum og getur komið sér vel fyrir en námskeiðið er langt og ítarlegt en ég myndi ekki bjóða óléttum konum annað en þægindin heima hjá sér á svona löngu námskeiði.
Við skráningu, í athugasemd, má taka fram nafn á maka eða stuðningsaðila í fæðingu og meðgöngulengd þegar námskeið á sér stað.
Lágmarksskráning er 5 pör fyrir hvert námskeið. Ef ekki næst lágmarksskráning verður þér/ykkur boðinn annar tími eða endurgreiðsla. Verð á námskeið gildir fyrir parið (eða móður og stuðningsaðila í fæðingu).
Um námskeiðið
Á námskeiðinu verður farið yfir slysavarnir barna, parasambandið, hvernig er hægt að hlúa að því, líffræði kvenlíkamans, hlutverk stuðningsaðila í fæðingu, fæðinguna, stig hennar og bjargráð í fæðingu með og án verkjalyfja. Farið er yfir frávik í fæðingu, framhöfuðstöðu og sitjandafæðingar, keisara- og áhaldafæðingar. Farið er yfir nauðsynlegan farangur á fæðingarstað og hvað þurfi að eiga fyrir nýburann. Þá verður fjallað um sængurlegu, upphaf brjóstagjafar, fyrstu dagana heima, nýburann, fæðingarhormónin, grindarbotninn, spöngina og spangarstuðning svo eitthvað sé nefnt.
Markmið námskeiðisins er að efla foreldra fyrir komandi hlutverk og benda þeim á bjargráð sem hægt er að nýta sér. Með því að sækja fræðslu geta foreldrar dregið úr kvíða og aukið öryggi sitt.
Námskeiðið er í formi fyrirlestrar og eru spurningar og umræður vel þegnar.
Fyrirlesturinn er 3,5-4 klukkustundir, hlé eftir þörfum.
Fyrir hvern er þetta námskeið?
Námskeiðið er ætlað pörum eða tilvonandi móður og stuðningsaðila í fæðingu. Góður tími til að sækja námskeiðið er eftir 28 vikna meðgöngu og fyrir 36 vikur.
Ég hvet ykkur til að koma ykkur þæginlega fyrir í þægilegum fötum, með vatnsbrúsa og nasl nálægt ykkur.
Umsjón með námskeiðinu
Fæðingafræðslan er í umsjón mín, Helgu Reynisdóttur, en ég starfa sem ljósmóður á Fæðingarvakt Landspítalans á Landsspítala. Ég er einnig með dálkinn spurðu ljósmóðurina á mbl.is ásamt því að vera á virk á instagram reikningi Ljósmæðrafélagsins og vera með mína eigin instagram síðu, Fæðingafræðsla Helgu Reynis.
Verð
Stakt námskeið kr. 19.990,- fyrir parið (móður og stuðningsaðila í fæðingu). Flest stéttarfélög endurgreiða gjaldið.
Skráning
Þú skráir þig með því að velja bóka námskeið og velur þar dagsetningu sem hentar þér best í, setur vöru í körfu og klárar greiðsluferlið. Þá ætti þér að berast tölvupóstur með öllum upplýsingum fyrir námskeiðið. Daginn fyrir námskeiðið færð þú einnig tölvupóst og sms með áminningu.
Kvittun
Þú færð staðfestingapóst frá mér sem staðfestir kaupin. Ef þú vilt fá kvittun fyrir stéttarfélagið verður þú að senda póst á helgareynisdottir@gmail.com og óska eftir því. Kennitala verður að fylgja með í tölvupóstinum svo hægt sé að útbúa fullnægjandi kvittun.
Almennir skilmálar
Með því að versla námskeið hjá mér samþykkið þið eftirfarandi skilmála.
Almennir skilmálar:
Allar greiðslur berast mér og eru gerðar í gegnum greiðsluþjónustu Rapyd. Nánari upplýsingar um þeirra skilmála má finna á rapyd.is.
Ef að þið komist ekki á námskeið ber ykkur að láta vita með nokkra daga fyrirvara og býðst ykkur þá að færa til námskeiðið ykkar eða fá endurgreitt með því að hafa samband á helgareynisdottir@gmail.com. Ekki er hægt að fá endurgreitt nema góð og gild rök séu þar á bakvið.